Verðskrá Agnes Skúla 2024
Allar myndir eru afhentar í lit og svarthvítu bæði í vef- og prentupplausn. Agnes Skúla velur og fullvinnur bestu myndirnar úr myndatökunni. Myndirnar eru í albúmi á heimasvæði viðskiptavina. Viðskiptavinir fá lykilorð á albúmið sitt og geta skoðað og valið myndirnar sem þeir vilja fá. Myndirnar sem viðskiptavinur velur eru afhentar á usb lykli í fallegri gjafaöskju og ein útprentuð mynd fylgir með. Aukamynd kostar 3.000 kr.
Vönduð albúm og prentvörur sjá hér
12 fullunnar myndir verð: 60.000 kr. Val úr 20 fullunum myndum
Systkini eða foreldrar með ungbarni 3 aukamyndir: 6.000 kr. Fjölskylda með ungbarni 3 aukamyndir: 6.000 kr.
Tvíburamyndataka kostar 20.000 aukalega og 5 myndir bætast við. Ef meðgöngumyndataka er pöntuð með ungbarnamyndatöku er gefinn 20.000 kr. afsláttur af heildarpakkanum. (sjá upplýsingar um meðgöngumyndatöku hér fyrir neðan).
Barna-, fermingar-, fjölskyldu- eða útskriftarmyndataka:
Fyrir börn eldri en 6 mánaða
12 fullunnar myndir verð: 45.000 kr. Val úr 20 fullunnum myndum. Fjölskylda með fermingarbarni eða útskriftarnema 3 aukamyndir: 6.000 kr. Tvíburamyndataka 18 myndir: 60.000. Myndatakan fer fram úti eða inni eftir vali viðskiptavinar. Úti og innimyndataka 5 aukamyndir: 15.000 kr. Ath. geri verðtilboð ef um stóra fjölskyldu er að ræða (fleiri en 6 manns).
12 fullunnar myndir verð: 45.000 kr. Val úr 20 myndum. Fatnað, annan en undirföt, er hægt að fá lánaðan á staðnum. Myndatakan er stíliseruð af Agnesi Skúla. Maki er velkominn með en ef óskað er eftir að mynda börn með verðandi móður er 6.000 kr aukagjald og 3 aukamyndir fylgja með. Ef meðgöngumyndataka er pöntuð með ungbarnamyndatöku er gefinn 15.000 kr. afsláttur af pakkanum.
Kökufjör – Cake smash - myndataka í tilefni af 1 árs afmæli:
12 fullunnar myndir verð 45.000, val úr 20 myndum. Tvíburar 16 fullunnar myndir verð 60.000 val úr 25 myndum. Allar skreytingar, fatnaður fyrir kökufjörið og kaka eru innifaldar í verði, myndatakan er stíliseruð af Agnesi Skúla. Ef óskað er eftir gluten-, mjólkur- eða sykurlausri köku sér viðskiptavinur um að skaffa hana, ekki er veittur afsláttur þó viðskiptavinur ákveði að koma með sína eigin köku.