top of page
Upplýsingar vegna fermingarmyndatöku.
• Myndatakan fer fram í stúdíói Agnesar Skúla að Furuvöllum 13, 2 hæð og/eða úti eftir óskum viðskiptavina. Útimyndataka fer fram í Lystigarðinum eða eftir samkomulagi.
• Myndatakan tekur u.þ.b. 30 mínútur.
• Velkomið er að koma með aukaföt/hversdagföt og/eða eitthvað sem tengist áhugamáli fermingarbarns.
• Vinsamlegast hreinsið gamalt naglalakk af nöglum, passið að ekkert krot sé á höndum eða teygja um úlnlið. Vinsamlegast passið að ekki sé sími í vasa.
• Ef óskað er eftir að mynda systkini með fermingarbarni má reikna með að 10-15 mínútur bætist við tímann. Aukagjald bætist við skv. verðskrá.
• Ef óskað er eftir að mynda fjölskyldu með fermingarbarni má reikna má með að 10-15 mínútur bætist við tímann. Aukagjald bætist við skv. verðskrá.
• Vinsamlegast hafið í huga að fallegast er að allir fjölskyldumeðlimir séu í svipuðum litatónum, það kemur best út á ljósmyndum og eldist best. Best er að velja einlitan fatnað og hafa í huga að fatnaður með litríkum myndum kemur ekki vel út á ljósmyndum, þetta er bara til leiðbeiningar og er ekki skilyrði. Spariföt eru að sjálfsögðu alltaf við hæfi líka.
• Vinsamlegast kynnið ykkur verðskrá og skilmála áður en myndatakan fer fram.
• Skilmála þarf að samþykkja rafrænt áður en myndatakan fer fram.
• Vinsamlegast hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.
Með kveðju,
Agnes Skúla
bottom of page