top of page

Velkomin með nýfædda barnið í myndatöku.

 

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

 

 • Myndatakan fer fram í ljósmyndastúdíói Agnesar Skúla að Furuvöllum 13 á 2. hæð til hægri þegar komið er upp stigann.

 • Myndatakan tekur 1,5-3 klst. (fer eftir barninu) og góður tími fer í brjósta- og/eða pelagjöf, knús og notalegheit.

 • Ekki þarf að breyta neinu varðandi brjósta- eða pelagjöf barnsins áður en það kemur í myndatökuna.

 • Gott er hafa barnið í fötum sem auðvelt er að klæða það úr.

 • Vinsamlegast takið snuð með í myndatökuna.

 • Í stúdíóinu er allt sem þarf til að mynda ungbarnið, teppi, vafningar, hárbönd, húfur, körfur og kassar. Ekki er æskilegt að koma með eigin fylgihluti nema um það sé samið sérstaklega. Kíkið á instagram síðu Agnesar Skúla til að sjá þá liti sem eru í boði fyrir myndatökuna. Ef engar óskir berast um litatóna frá foreldrum/forráðamönnum mun Agnes sjá um að velja liti. Agnes Skúla sér um að stílisera myndatökuna.

 • Hafið í huga að ungbörn eru ekki öll eins og er myndatakan miðuð við hvert og eitt barn, ekki vilja öll börn fara í allar stöður (pósur).

 • Í stúdíóinu er boðið upp á vatn, sódavatn og kaffi. Gott er að hafa nesti með í myndatökuna.

 • Ef óskað er eftir að mynda systkini og/eða fjölskyldu með ungbarninu má reikna með u.þ.b. 20 mínútum í viðbót fyrir myndatökuna. Best er að systkini/fjölskylda klæðist einlitum fötum fyrir myndatökuna, helst í ljósum eða svörtum litum og ekki með myndum eða stöfum framan á (athugið að það er hægt að laga lítil logo í myndvinnslu). Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvort börnin eru mynduð í byrjun eða lok ungbarnamyndatökunnar. Ekki er æskilegt að systkini bíði í stúdíóinu meðan ungbarnið er myndað nema um það sé samið sérstaklega.

 • Athugið að ekki er æskilegt að fleiri en foreldrar séu viðstaddir myndatökuna.

 • Best er að foreldrar haldi sig til hlés en séu tilbúnir að aðstoða ef óskað er eftir því.

 • Vinsamlegast kynnið ykkur verðskrá og skilmála áður en myndatakan fer fram.

 • Vinsamlegast samþykkið skilmálana rafrænt áður en myndatakan fer fram.

 

Bestu kveðjur,

hlakka til að sjá ykkur,

Agnes

bottom of page