Agnes Skúla
Ég heiti Agnes Heiða Skúladóttir og er áhugaljósmyndari á Akureyri. Ég hef haft áhuga á ljósmyndun eins lengi og ég man eftir og eignaðist mína fyrstu myndavél 10 ára gömul. Síðan þá hef ég drukkið í mig allt sem viðkemur ljósmyndun og síðustu 15 árin af mikilli alvöru. Ég er gift, á 3 börn og 7 barnabörn og ég elska að mynda þau öll. Ég fór á námskeið í ungbarnaljósmyndun í Edinborg í Skotlandi i október 2016 hjá Ewa Kamela, í september 2017 hjá Nicole Smith, í september 2018 hjá Amy Pearsall McDaniel og hjá Kelly Brown í september 2019. Ég sótti námskeið í barnaljósmyndun hjá Elena Shcumilova sumarið 2016 og hjá Iwona Podlasinska haustið 2016. Ég fór á námskeið í ungbarnaljósmyndun hjá Russ Jackson í janúar 2023. Einnig hef ég sótt netnámskeið hjá mörgum góðum ljósmyndurum eins og Kelly Brown, Julia Kelleher, Ana Brandt, Niki Torres, Meg Bitton og Russ Jackson. Tók netnámskeið í Fantastic Photo Adventures hjá Joel Robison 2022. Ég hef einlægan áhuga á ljósmyndun og mynda nýfædd börn, fermingarbörn, nýstúdenta, fjölskyldur og börn á öllum aldri. Ég elska náttúrulega birtu og mynda bæði úti og inni.
Nýfæddu börnin er best er að mynda á fyrstu 3 vikunum og ég hvet foreldra til að hafa samband við mig nokkru fyrir áætlaðan fæðingardag til að taka frá tíma. Ég opnaði mitt eigið stúdíó í október 2017. Stúdíóið er sérhannað til að ljósmynda nýbura og börn. Ég er félagi í Ljósmyndarafélagi íslands. Ég fór í raunfærnimat í ljósmyndun á vegum Iðunnar fræðsluseturs í janúar 2023 og á nú eftir 3 áfanga og sveinspróf til að ljúka námi í ljósmyndun frá Tækniskóla Íslands
Með bestu kveðju,
Agnes Skúla
![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
---|