top of page


    Upplýsingar vegna kökufjörs í tilefni 1. árs afmælis.

•    Myndatakan fer fram í stúdíói Agnesar Skúla að Furuvöllum 13, á 2            hæð. 
•    Agnes Skúla sér um alla stíliseringu fyrir kökufjörið. 
•    Áður en fjörið hefst eru teknar nokkrar afmælismyndir af barninu í              sínum eigin fötum. Eftir það fer barnið í þau föt sem passa best við            litaþemað sem valið er. 
•    Foreldrum/forráðamönnum er velkomið að koma með óskir um                litaþema. 
•    Skreytingar eru blöðrur og kakan sjálf. 
•    Kakan er innifalin og er Betty Crocker kaka með rjómaostakremi.                Örlítill matarlitur er settur út í kremið til að lita það í stíl við                          litaþemað. Kakan er dísæt en börnin borða yfirleitt ekki nema örlítið          brot af henni. Mesta fjörið er að leika sér með kökuna. Barnið fær              einnig sleif til að pota í kökuna. Hafa ber í huga að börn eru misjöfn          og sum vilja smakka kökuna en önnur ekki.
•    Best er að foreldrar haldi sig til hlés í myndatökunni en séu tilbúnir            að aðstoða ef þarf. 
•    Gott er að foreldrar/forráðamenn komi í fötum sem krem má fara í.  
•    Í lok myndatöku er barnið sett í lítið baðkar með volgu vatni og                  freyðibaði og sápukulum blásið í kring og nokkrar myndir teknar.                Gott er að þrífa kremið af í baðinu. Agnes er með handklæði og                þvottapoka fyrir barnið í stúdíóinu.
•    Myndatakan tekur um það bil 30 mín og er mjög skemmtileg. 
•    Ef óskað er eftir gluten-, mjólkur- eða sykurlausri köku er                              foreldrum/forráðamönnum velkomið að skaffa hana, ekki er veittur            afsláttur þó ákveðið sé að koma með sína eigin köku. 
•    Litatónar sem til greina koma eru hvítir, bleikir, bláir, gulir, drapp og          grænir. 
•    Ekki er leyfilegt að koma með veikt barn í myndatöku. Ef barn er                með hita eða órólegt vegna veikinda vinsamlegast hafið samband            við Agnesi Skúla og bókið nýjan tíma fyrir myndatökuna.  
•    Vinsamlegast kynnið ykkur verðskrá og skilmála áður en myndatakan        fer fram.
•    Vinsamlegast samþykkið skilmálana rafrænt áður en myndatakan fer          fram.


                                             Með kveðju,

                                            Agnes Skúla

bottom of page