top of page

                   Upplýsingar vegna barnamyndatöku. 
 
•    Myndatakan fer fram í stúdíói Agnesar Skúla að Furuvöllum 13, 2.              hæð eða úti eftir óskum viðskiptavina.  Útimyndataka fer fram í.                  Lystigarðinum eða annars staðar eftir samkomulagi. 
•    Myndatakan tekur u.þ.b. 30 mínútur 
•    Myndatakan er fyrir 1-4 börn, ég geri tilboð ef fleiri en 4 börn koma í        myndatökuna. 
•    Velkomið að koma með aukaföt til skiptana.  
•    Vinsamlegast hreinsið gamalt naglalakk af nöglum og passið að                ekkert krot sé á höndum.  
•    Vinsamlegast passið að föt séu hrein og straujuð og skór hreinir. Ekki        er æskilegt að mynda börn/fullorðna á sokkunum en það  er í lagi að        vera berfættur. 
•    Ef óskað er eftir að mynda fjölskyldu með barni/börnum má reikna.            má með að 10-15 mínútur bætist við tímann. 3 myndir og aukagjald          bætist við skv. verðskrá. 
•    Vinsamlegast hafið í huga að  fallegast er að allir fjölskyldumeðlimir          séu í svipuðum litatónum, það kemur best út á ljósmyndum og eldist        best. Best er að velja einlitan fatnað og hafa í huga að fatnaður með        litríkum myndum kemur ekki vel út á ljósmyndum.  Spariföt eru að              sjálfsögðu leyfileg.
•    Ekki er leyfilegt að koma með veikt barn í myndatöku. Ef barn er.              með hita eða órólegt vegna veikinda vinsamlegast hafið samband            við  Agnesi Skúla og bókið nýjan tíma fyrir myndatökuna.    
•    Vinsamlegast kynnið ykkur verðskrá og skilmála áður en myndatakan        fer fram.  
•    Skilmála þarf að samþykkja rafrænt áður en myndatakan fer fram.  
•    Vinsamlegast hafið samband ef einhverjar spurningar vakna. 

                                               Með kveðju,
                                               Agnes Skúla
 

bottom of page