Skilmálar
VINSAMLEGST ATHUGIÐ EFTIRFARANDI:
English version here.
-
Allur höfundaréttur að ljósmyndum er í eigu Agnesar H. Skúladóttur
-
Um höfundarrétt gilda höfundarréttarlög nr. 73/1972.
-
Afhending ljósmynda til viðskiptavinar felur lögum samkvæmt ekki í sér framsal á höfundarrétti né veitir hún heimild til breytinga á ljósmyndum.
-
15-20 bestu myndir úr myndatöku eru settar í læst albúm á vefsíðunni www.agnesskula.is. Viðskiptavinur fær senda slóð á albúmið og lykilorð og hefur 3 daga til að skoða og velja myndirnar. Ef viðskiptavinur hefur ekki valið myndir eftir þann tíma, aðstoðar Agnes Skúla við val á myndum.
-
Myndir afhentar fyrir prent eru 30 cm á lengri kantinn og 300dpi sem dugar til prentunar á flestum stærðum mynda. Ef óskað er eftir prentun á mjög stórum myndum, vinsamlegast hafið samband og viðskiptavinur fær myndina í ennþá betri gæðum honum að kostnaðarlausu.
-
Myndir fyrir vefinn eru 2048 pxl á lengri kantinn og 72 dpi. Velkomið er að birta myndir fyrir vef á samfélagsmiðlum.
-
Óheimilt er að skera (croppa) og breyta myndum (t.d. fyrir instagram).
-
Óheimilt er að fjarlægja merkingu (logo) af ljósmyndunum.
-
Myndirnar eru til einkanota og ekki leyfilegt að nota þær í auglýsingaskyni nema samið sé sérstaklega um slíkt.
-
Agnes Skúla áskilur sér rétt til að birta myndir, eina eða fleiri, á samfélags-miðlum og á vefsíðu sinni nema um annað sé samið sérstaklega.
-
Myndirnar eru afhentar á usb lykli, ef myndirnar glatast hjá viðskiptavini er hægt að fá nýjan lykil með myndunum gegn vægu gjaldi.
-
Myndirnar eru geymdar í 2 ár. Eftir það er þeim eytt og varðveisla þeirra er alfarið á ábyrgð viðskiptavina.
-
Ef engar athugasemdir um skilmála þessa berast innan 1 viku frá afhendingu mynda telst viðskiptavinur hafa samþykkt þá.
-
Greiðsla fyrir myndatökuna er skv. verðskrá sem má sjá á heimasíðu Agnesar Skúla www.agnesskula.com/verdskra og skal greiðsla fara fram áður en myndirnar eru afhentar viðskiptavini.
-
Viðskiptavinur samþykkir skilmála þessa með undirritun sinni. Brot á höfundarrétti og skilmálum þessum varða við höfundarréttarlög og áskilur Agnes H. Skúladóttir sér allan rétt vegna slíkra brota.