Agnes Skúla

Eirikur-Skuli-7.png

Ég heiti Agnes Heiða Skúladóttir og er áhugaljósmyndari á Akureyri. Ég hef haft áhuga á ljósmyndun eins lengi og ég man eftir og eignaðist mína fyrstu myndavél 10 ára gömul. Síðan þá hef ég drukkið í mig allt sem viðkemur ljósmyndun og síðustu 10 árin af mikilli alvöru. Ég er gift, á 3 börn og 5 barnabörn og ég elska að mynda þau öll. Ég fór á  námskeið í ungbarnaljósmyndun í Edinborg í Skotlandi i október 2016 hjá Ewa Kamela, í september 2017 hjá Nicole Smith,  í september 2018 hjá Amy Pearsall McDaniel og hjá Kelly Brown í september 2019. Ég sótti námskeið í barnaljósmyndun hjá Elena Shcumilova sumarið 2016 og hjá Iwona Podlasinska haustið 2016.  Einnig hef ég sótt netnámskeið hjá mörgum góðum ljósmyndurum eins og Kelly Brown, Julia Kelleher, Ana Brandt, Niki Torres,  Meg Bitton og Russ Jackson. Ég hef einlægan áhuga á ljósmyndun og mynda nýfædd börn, fermingarbörn, nýstúdenta, fjölskyldur og börn á öllum aldri. Ég elska náttúrulega birtu og mynda bæði úti og inni.
Nýfæddu börnin er best er að mynda  á fyrstu 3 vikunum og ég hvet foreldra til að hafa samband við mig nokkru fyrir áætlaðan fæðingardag til að taka frá tíma. Ég opnaði mitt eigið stúdíó í október 2017. Stúdíóið er sérhannað til að ljósmynda nýbura og börn.
Með bestu kveðju,
Agnes Skúla

 
 
 

© 2018 - Agnes Heiða Skúladóttir